Ársreikningur

Ársreikningur

Skýrsla stjórnar

Ársreikningur Samkaupa hf. fyrir árið 2021 er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS) eins og þeir eru staðfestir af Evrópusambandinu.

Meginstarfsemi Samkaupa hf. er að reka verslanir víða um land ásamt því að stunda innflutning á aðföngum. Verslanir eru reknar undir nöfnunum Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Iceland og Samkaup strax.

Starfsemin á árinu

Hagnaður (tap) félagsins á árinu samkvæmt rekstrarreikningi 460.643
Eignir félagsins í árslok samkvæmt efnahagsreikningi 19.190.771
Bókfært eigið fé í árslok samkvæmt efnahagsreikningi 3.563.674
Eiginfjárhlutfall félagins í árslok samkvæmt efnahagsreikningi 18,6%
Fjöldi ársverka á árinu 686
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.

Rekstur ársins

Rekstrartekjur félagsins á árinu 2021 námu 40.009 m.kr. (2020: 38.321 m.kr.) og hækkuðu um rúmlega 4% milli ára. Tekjuvöxturinn skýrist m.a. af fjölgun verslana og aukinni markaðssókn. Framlegð nam 9.827 m.kr. eða 24,6% af tekjum sem er 473 m.kr. hækkun frá fyrra ári (2020: 9.353 m.kr og 24,4% af tekjum). Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir á árinu 2021 nam 2.427 m.kr. (2020: 2.335 m.kr.) og jókst um tæplega 4% milli ára. Samkvæmt rekstrarreikningi og yfirliti um heildarafkomu nam hagnaður ársins 461 m.kr. (2020: 446 m.kr.)

Efnahagsreikningur

Fastafjármunir jukust um 1.326 m.kr. á árinu 2021 og námu í 14.756 m.kr. í árslok. Hækkunin skýrist að mestu af fjárfestingu í þrem nýjum verslunum og fjárfestingum í hugbúnaðarþróun, sjá betur skýringar 8 og 9. Veltufjármunir lækkuðu um 118 m.kr. á árinu 2021 og námu 4.435 m.kr. í lok árs 2021. Eignir í lok árs 2021 námu 19.191 m.kr. (2020: 17.982 m.kr). Á árinu seldi félagið eigin hluti í þeim tilgangi að styrkja eiginfjárstöðu þess. Nafnverð seldra hluta nam 38 m.kr. og söluverð var 24 kr. á hlut eða alls 918 m.kr. Eigið fé félagsins í árslok var 3.564 m.kr. (2020: 2.585 m.kr.) að meðtöldu hlutafé að nafnverði 390 m.kr. Vísað er til eiginfjáryfirlits um breytingar á eiginfjárreikningum á árinu. Eiginfjárhlutfall félagsins í árslok var 18,6% (2020: 14,4%).

Langtímaskuldir námu 10.535 m.kr. í lok árs 2021, sem er hækkun um 786 m.kr. frá fyrra ári. Auknar langtímaskuldir stafa af hækkun leiguskuldbindingar um 1.152 m.kr. vegna nýrra húsaleigusamninga vegna Sunnukrika, Hellu og Nóatúns. Félagið greiddi niður lán á árinu fyrir 402 m.kr. sem skýrir lækkun langtímalána.

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri nam 901 m.kr. samanborið við 2.427 m.kr. árið 2020. Fjárfest var í rekstrarfjármunum fyrir 656 m.kr. á árinu og í óefnislegum eignum fyrir 522 m.kr. á árinu. Á árinu greiddi félagið arð til hlutahafa að fjárhæð 400 m.kr. Afborganir langtímalána námu 402 m.kr. sjá nánari umfjöllun í skýringu 13. Handbært fé lækkaði um 815 m.kr. og endaði í 335 m.kr. í árslok 2021, samanborið við 1.149 m.kr. í lok árs 2020.

Óvissuþættir og ytra umhverfi

Stjórn félagsins fjallaði á fundum sínum um stöðu félagsins vegna Covid-19. Áhersla var lögð á að tryggja rekstrarsamfellu og huga að öryggi og velferð starfsmanna og viðskiptavina ásamt því að halda vöruframboði stöðugu. Það er mat stjórnar og stjórnenda að félagið sé vel í stakk búið til að takast á við áhrif Covid-19 og að heimsfaraldurinn hafi ekki áhrif á rekstrarhæfi þess. Nánar er fjallað um áhrif Covid-19 á rekstur félagsins í skýringu 19.

Hluthafar

Í lok ársins voru 108 hluthafar í félaginu en þeir voru 109 í upphafi árs.

Kaupfélag Suðurnesja svf. 51,0% 198.902
Birta lífeyrissjóður 18,1% 70.514
Kaupfélag Borgfirðinga 10,7% 41.812
Festa - lífeyrissjóður 10,0% 39.000
Eignarhaldsfélagið Bjarmi ehf. 5,0% 19.500
Byggðastofnun 2,8% 10.801
Græni dropinn ehf. 0,6% 2.500
Guðjón Stefánsson 0,3% 1.000
Kaupfélag Árnesinga svf. 0,2% 635
Magnús Haraldsson 0,2% 618
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.

Stjórn félagsins vísar til ársreikningsins varðandi ráðstöfun hagnaðar ársins og mun á aðalfundi koma með tillögu að úthlutun arðs.

Eigin hlutir

Nafnverð seldra hluta nam 38 m.kr. og söluverð var 24 kr. á hlut eða alls 918 m.kr. í þeim tilgangi að styrkja eiginfjárstöðu félagsins.

Stjórn og stjórnarhættir

Stjórn félagsins leggur áherslu á að viðhalda góðum stjórnarháttum og fylgir leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem gefnar voru út af Viðskiptaráði Íslands, NASDAQ Iceland og Samtökum Atvinnulífsins í júní 2015. Stjórnin hefur sett sér starfsreglur þar sem valdsvið hennar er skilgreint og fer að öðru leyti eftir samþykktum félagsins og lögum um hlutafélög.

Stjórn félagsins í árslok 2021 var skipuð eftirfarandi einstaklingum: Skúli Þ. Skúlason, formaður, Anna Birgitta Geirfinnsdóttir, Guðsteinn Einarsson, Halldór Jóhannsson og Guðfinna S. Bjarnadóttir. Hlutfall kvenna í stjórn er 40% en karla 60%. Félagið uppfyllir því ákvæði hlutafélagalaga um kynjahlutföll í stjórnum hlutafélaga. Frekari upplýsingar um stjórn og stjórnarhætti er að finna á heimasíðu félagsins.

Ófjárhagsleg upplýsingagjöf

Félagið er með stefnu í samfélagsábyrgð og hefur um langt skeið unnið að mikilvægum samfélagsmálum í eigin starfsemi. Áhersla hefur verið lögð á að félagið sé öflugur þátttakandi í samfélaginu, leggi góðum málefnum lið og hafi jákvæð áhrif á þróun samfélagsins. Þannig hefur félagið m.a. beitt sér fyrir minni sóun, bættu umhverfi og heilsueflingu. Stjórnendur leggja áherslu á að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif af starfseminni og nýta auðlindir eins og kostur er.

Starfsfólk Samkaupa er ein helsta auðlind félagsins og lykilþáttur í að ná góðum árangri. Félagið hefur skýra stefnu í jafnréttismálum sem er órjúfanlegur hluti af heildarstefnu þess og hlaut Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2021 í tveimur flokkum af þremur. Í framkvæmdastjórn félagsins sitja þrír karlar (60%) og tvær konur (40%). Þegar heildarfjöldi stjórnenda er skoðaður út frá kynjahlutföllum er jafnvægi á milli kynja mjög gott, 48% karlar og 52% konur. Félagið fékk viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar á árinu fyrir að hafa náð að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar og þá fór félagið í gegnum fjórðu úttekt jafnlaunavottunar á árinu. Meginmarkmið félagsins er að vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem áhersla er lögð á jákvæða og heilbrigða menningu, jafnrétti og opin samskipti, sterka liðsheild þvert á vörumerki og tækifæri starfsfólks til aukinnar menntunar, fræðslu og starfsþróunar.

Yfirlýsing stjórnar og forstjóra

Samkvæmt bestu vitneskju er það álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af rekstrarafkomu á árinu 2021, eignum, skuldum og fjárhagsstöðu hennar 31. desember 2021 og breytingu á handbæru fé á árinu 2021.

Jafnframt er það álit okkar að ársreikningurinn og skýrsla stjórnar og forstjóra geymi glöggt yfirlit um þróun og árangur í rekstri félagsins, stöðu hennar og lýsi helstu áhættuþáttum og óvissu sem félagið býr við.

Reykjanesbær, 2. mars 2022

Í stjórn

Skúli Þ. Skúlason stjórnarformaður

Anna Birgitta Geirfinnsdóttir

Halldór Jóhannsson

Guðsteinn Einarsson
Guðfinna S. Bjarnadóttir

Forstjóri
Ómar Valdimarsson

Ársreikningur Samkaupa hf. fyrir árið 2021 er rafrænt undirritaður af stjórn og forstjóra.

Ársreikningur

Áritun óháðs endurskoðanda

Til stjórnar og hluthafa í Samkaupum hf.

Álit

Við höfum endurskoðað meðfylgjandi ársreikning Samkaupa hf. fyrir árið 2021. Ársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikning, efnahagsreikning, yfirlit um breytingu á eigin fé, yfirlit um sjóðstreymi, upplýsingar um mikilvægar reikningsskilaaðferðir og aðrar skýringar.

Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins á árinu 2021, efnahag þess 31. desember 2021 og breytingu á handbæru fé á árinu 2021, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið samþykktir af Evrópusambandinu og viðbótar kröfur í lögum um ársreikninga.

Grundvöllur fyrir áliti

Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Ábyrgð okkar samkvæmt þeim stöðlum er nánar lýst í kaflanum um ábyrgð endurskoðanda hér að neðan. Við erum óháð Samkaupum hf. í samræmi við alþjóðlegar siðareglur sem og aðrar siðareglur sem eru viðeigandi við endurskoðun á Íslandi, og höfum við uppfyllt ákvæði þeirra reglna. Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á.

Aðrar upplýsingar

Stjórn og forstjóri bera ábyrgð á öðrum upplýsingum. Aðrar upplýsingar innifela skýrslu stjórnar.

Álit okkar á ársreikningnum nær ekki yfir aðrar upplýsingar og við ályktum hvorki um, né veitum staðfestingu á efni þeirra ef frá er talin sú staðfesting varðandi skýrslu stjórnar sem fram kemur hér að neðan.

Í tengslum við endurskoðun okkar berum við ábyrgð á að lesa framangreindar aðrar upplýsingar og skoða hvort þær séu í verulegu ósamræmi við ársreikninginn eða þekkingu okkar sem við höfum aflað við endurskoðunina eða virðast að öðru leyti innifela verulegar skekkjur. Ef við komumst að þeirri niðurstöðu, byggt á þeirri vinnu sem við höfum framkvæmt, að það séu verulegar skekkjur í öðrum upplýsingum ber okkur að skýra frá því. Það er ekkert sem við þurfum að skýra frá hvað þetta varðar.

Í samræmi við ákvæði 2. mgr. 104 gr. laga nr. 3/2006 um ársreikninga staðfestum við samkvæmt okkar bestu vitund að í skýrslu stjórnar sem fylgir ársreikningi þessum eru veittar þær upplýsingar sem þar ber að veita í samræmi við lög um ársreikninga og koma ekki fram í skýringum.

Ábyrgð stjórnar og forstjóra á ársreikningnum

Stjórn og forstjóri eru ábyrg fyrir gerð og framsetningu ársreikningsins í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið samþykktir af Evrópusambandinu og viðbótar kröfur í lögum um ársreikninga. Stjórn og forstjóri eru einnig ábyrg fyrir því innra eftirliti sem nauðsynlegt er varðandi gerð og framsetningu ársreikningsins, þannig að hann sé án verulegra annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka.

Við gerð ársreikningsins eru stjórn og forstjóri ábyrg fyrir því að meta rekstrarhæfi Samkaupa hf.

Ef við á, skulu stjórn og forstjóri setja fram viðeigandi skýringar um rekstrarhæfi og hvers vegna þau ákváðu að beita forsendunni um rekstrarhæfi við gerð og framsetningu ársreikningsins, nema stjórn og forstjóri hafi ákveðið að leysa félagið upp eða hætta starfsemi, eða hafi enga aðra raunhæfa möguleika.

Ábyrgð endurskoðanda á endurskoðun ársreikningsins

Markmið okkar er að afla nægjanlegrar vissu um að ársreikningurinn sé án verulegra annmarka, hvort sem er af völdum sviksemi eða mistaka og að gefa út áritun sem felur í sér álit okkar.

Nægjanlega vissa er þó ekki trygging þess að endurskoðun framkvæmd í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla muni uppgötva allar verulegar skekkjur séu þær til staðar. Skekkjur geta orðið vegna mistaka eða sviksemi og eru álitnar verulegar ef þær gætu haft áhrif á fjárhagslega ákvarðanatöku notenda ársreikningsins, einar og sér eða samanlagðar.

Endurskoðun okkar í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla byggir á faglegri dómgreind og beitum við gagnrýnni hugsun við endurskoðunina. Við framkvæmum einnig eftirfarandi:

 • Greinum og metum hættuna á verulegri skekkju í ársreikningnum, hvort sem er vegna mistaka eða sviksemi, hönnum og framkvæmum endurskoðunaraðgerðir til að bregðast við þeim hættum og öflum endurskoðunargagna sem eru nægjanleg og viðeigandi til að byggja álit okkar á. Hættan á að uppgötva ekki verulega skekkju vegna sviksemi er meiri en að uppgötva ekki skekkju vegna mistaka, þar sem sviksemi getur falið í sér samsæri, skjalafals, misvísandi framsetningu ársreiknings, að einhverju sé viljandi sleppt eða að farið sé framhjá innri eftirlitsaðgerðum.
 • Öflum skilnings á innra eftirliti, sem snertir endurskoðunina, í þeim tilgangi að hanna viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, en ekki í þeim tilgangi að veita álit á virkni innra eftirlits félagsins.
 • Metum hvort reikningsskilaaðferðir sem notaðar eru, og tengdar skýringar, séu viðeigandi og hvort reikningshaldslegt mat stjórnenda sé raunhæft.
 • Ályktum um notkun stjórnenda á forsendunni um rekstrarhæfi og metum á grundvelli endurskoðunarinnar hvort verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi eða hvort aðstæður séu til staðar sem gætu valdið verulegum efasemdum um rekstrarhæfi. Ef við teljum að verulegur vafi leiki á rekstrarhæfi ber okkur að vekja sérstaka athygli á viðeigandi skýringum ársreikningsins í áritun okkar. Ef slíkar skýringar eru ófullnægjandi þurfum við að víkja frá fyrirvaralausri áritun. Niðurstaða okkar byggir á endurskoðunargögnum sem aflað er fram að dagsetningu áritunar okkar. Engu að síður geta atburðir eða aðstæður í framtíðinni valdið óvissu um rekstrarhæfi félagsins.
 • Metum í heild sinni hvort ársreikningurinn gefi glögga mynd af undirliggjandi viðskiptum og atburðum, metum framsetningu, uppbyggingu, innihald og þar með talið skýringar við ársreikninginn með tilliti til glöggrar myndar.

Okkur ber skylda til að upplýsa stjórn meðal annars um áætlað umfang og tímasetningu endurskoðunarinnar og veruleg atriði sem komu upp í endurskoðun okkar, þar á meðal verulega annmarka á innra eftirlit sem komu fram í endurskoðuninni, ef við á.

Reykjanesbær, 2. mars 2022

Deloitte ehf.

Birna María Sigurðardóttir endurskoðandi

Kristján Þór Ragnarsson endurskoðandi

Ársreikningur Samkaupa hf. fyrir árið 2021 er rafrænt undirritaður af endurskoðanda.

Ársreikningur

Rekstrarreikningur og yfirlit um aðra heildarafkomu

  Skýr. 2021 2020
Rekstrartekjur 2 40.008.985 38.321.374
Kostnaðarverð seldra vara   (30.182.411) (28.968.343)
Framlegð af vörusölu   9.826.574 9.353.031
Aðrar tekjur   117.397 73.484
Laun og annar starfsmannakostnaður 3 (5.436.325) (5.128.049
Annar rekstrarkostnaður   (2.080.237) (1.963.151)
Afskriftir 4 (1.318.158) (1.210.954)
Rekstrarhagnaður   1.109.250 1.124.360
Fjármunatekjur 5 19.173 18.592
Fjármagnsgjöld 6 (551.878) (542.170)
Gengismunur   (737) (9)
Hagnaður fyrir skatta   575.808 600.773
Tekjuskattur 7 (115.165) (154.376)
Hagnaður fyrir skatta   460.643 446.396
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
Ársreikningur

Efnahagsreikningur

EignirSkýr.31.12.202131.12.2020
Fastafjármunir
Varanlegir rekstrarfjármunir82.942.6862.734.286
Leigueignir158.500.0457.792.150
Óefnislegar eignir93.306.9172.827.156
Aðrar fjáreignir 6.2006.200
Skuldabréfaeign 069.575
Fastafjármunir samtals 14.755.84813.429.367
Veltufjármunir
Vörubirgðir103.040.7182.675.400
Næsta árs afborgun skuldabréfaeignar 134.06256.200
Viðskiptakröfur11884.731599.228
Aðrar skammtímakröfur1140.68672.236
Handbært fé18334.7241.149.316
Veltufjármunir samtals 4.434.9224.552.381
Eignir 19.190.77117.981.748
Eigið fé og skuldirSkýr.31.12.202131.12.2020
Eigið fé
Hlutafé12390.000351.752
Lögbundinn varasjóður 97.50097.500
Óráðstafað eigið fé 3.076.1732.135.824
Eigið fé 3.563.6732.585.076
Langtímaskuldir og skuldbindingar
Skuldir við lánastofnanir131.675.0001.735.000
Leiguskuldbinding158.176.7857.439.074
Aðrar langtímaskuldir1319.83321.833
Tekjuskattsskuldbinding7663.020552.200
Langtímaskuldir og skuldbindingar 10.534.6399.748.107
Skammtímaskuldir
Viðskiptaskuldir143.462.3241.735
Næsta árs afborgun langtímaskulda1362.000402.000
Næsta árs afborgun leiguskulda15813.556680.985
Ógreiddir reiknaðir skattar7750.234820.491
Skammtímaskuldir samtals 5.092.4585.648.565
Skuldir samtals 15.627.09715.396.672
Skuldir og eigið fé 19.190.77117.981.748
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
Ársreikningur

Yfirlit um eigið fé

 HlutaféLögbundinn varasjóðurÓráðstafað eigið féEigið fé samtals
1. janúar 2020351.75297.5001.989.4282.438.680
Hagnaður og heildarafkoma ársins  446.936446.396
Greiddur arður  (300.000)(300.000)
31. desember 2020351.75297.5002.135.8242.585.076
Hagnaður og heildarafkoma ársins  460.643460.643
Seld eigin bréf38.248 879.706917.954
Greiddur arður  (400.000)(400.000)
31. desember 2021390.00097.5003.076.1743.563.674
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
Ársreikningur

Yfirlit um sjóðstreymi

 Skýr.20212020
Rekstrarhreyfingar
Rekstrarhagnaður ársins 1.109.2501.124.360
Rekstrarliðir sem hreyfa ekki sjóðsstreymi:
Afskriftir21.318.1581.210.954
Hagnaður af sölu eigna (9.018)(3.796)
Veltufé frá rekstri 2.418.3902.331.518
Vörubirgðir hækkun (365.318)(329.286)
Breyting rekstrartengdra eigna (253.953)94.050
Breyting rekstrartengdra skulda (289.977)866.007
Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta 1.509.1422.962.290
Greiddir vextir (151.557)(151.890)
Greiddir vextir vegna leiguskuldar (404.547)(394.298)
Innborgaðir vextir 10.88610.586
Greiddur tekjuskattur (62.687)0
Handbært fé frá rekstri 901.2372.426.688
Fjárfestingarhreyfingar
Keyptir varanlegir rekstrarfjármunir8(656.191)(618.237)
Seldir varanlegir rekstrarfjármunir848.00034.093
Keyptar óefnislegar eignir9(522.316)(113.744)
Keypt verðbréf 0(1.200)
  (1.130.506)(699.088)
Fjármögnunarhreyfingar
Afborganir langtímaskulda (402.000)(62.000)
Afborganir af leiguskuldum (701.278)(627.873)
Seld eigin bréf 917.9540
Arðgreiðslur til eigenda félagsins (400.000)(300.000)
  (585.323)(989.873)
Hækkun (lækkun) á handbæru fé (814.593)737.727
Handbært fé í upphafi tímabilsins 1.149.316411.589
Handbært fé í lok tímabilsins 334.7241.149.316
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.
Ársreikningur

Skýringar

1. Almennar upplýsingar

Samkaup hf. starfar á grundvelli laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Höfuðstöðvar félagsins eru að Krossmóa 4, Reykjanesbæ.
Meginstarfsemi Samkaupa hf. er að reka verslanir víða um land ásamt því að stunda innflutning á aðföngum. Verslanir félagsins eru 65 talsins og eru reknar undir nöfnunum Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland.

2. Vörusala

 20212020
Tekjur af smásölu40.008.98538.321.374
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.

3. Laun og annar starfsmannakostnaður

 20212020
Laun4.437.2164.119.416
Launatengd gjöld946.017924.326
Annar starfsmannakostnaður53.09184.307
 5.436.3255.128.049
Fjöldi ársverka að meðaltali686675
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.

4. Afskriftir

 20212020
Fastafjármunir408.809402.586
Óefnislegar eignir42.55523.678
Leigueignir866.794784.690
Afskriftir samtals1.318.1581.210.954
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.

5. Fjármunatekjur

 20212020
Vaxtatekjur af bankainnistæðum5.3085.726
Vaxtatekjur af lánum og kröfum8.2878.006
Aðrar vaxtatekjur5.5784.859
 19.17318.592
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.

6. Fjármagnsgjöld

 20212020
Vaxtagjöld af skammtímaskuldum við lánastofnanir05
Vaxtagjöld af langtímaskuldum við lánastofnanir79.24995.372
Vaxtagjöld vegna leiguskuldbindingar404.547397.561
Önnur vaxtagjöld68.08249.232
 551.878542.170
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.

7. Tekjuskattur og frestaður skattur

Reiknaður tekjuskattur

Tekjuskattur er reiknaður og færður í ársreikninginn og nemur gjaldfærð fjárhæð í rekstrarreikningi 115,1 milljónum króna (2020: 154,4 milljónir). Áætlaður tekjuskattur til greiðslu á árinu 2022 nemur 4,4 milljónum króna. (2021: 62,3 milljónum króna).Greining á virku skatthlutfalli:

 20212020
 Fjárhæð%Fjárhæð%
Hagnaður (tap) fyrir skatta575.8080 600.773 
Skatthlutfall115.16220120.15520
Aðrir liðir4034.2226
Tekjuskattur skv. rekstrarreikningi115.16520154.37626

Frestaður skattur

Tekjuskattsinneign (skuldbinding) greinist þannig:Tekjuskattsskuldbinding
Staða 1. janúar 2020(460.107)
Leiðrétting á tekjuskattsskuldbindingu fyrra árs(34.218)
Reiknaður tekjuskattur vegna ársins 2020(120.158)
Áætlaður tekjuskattur til greiðslu vegna ársins 202062.283
Staða 31. desember 2020(552.200)
Reiknaður tekjuskattur vegna ársins 2021(115.165)
Áætlaður tekjuskattur til greiðslu vegna ársins 20214.345
Staða 31. desember 2021(663.020)
Helstu liðir tekjuskattsinneignar (-skuldbindingar) greinast þannig:31.12.202131.12.2021
Óefnislegar eignir(416.193)(307.218)
Varanlegir rekstrarfjármunir og leigueignir(306.357)(279.546)
Viðskiptakröfur(8.847)(3.744)
Vörubirgðir(30.407)(26.754)
Annað98.78465.061
 (663.020)(552.200)
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.

8. Varanlegir rekstrarfjármunir

Bókfært verð31.12.202131.12.2020
Fasteignir og lóðir175.558175.383
Áhöld, tæki og innréttingar2.739.9962.523.167
Bifreiðar27.13335.737
 2.942.6862.734.286
KostnaðarverðFasteignir og lóðirÁhöld, tæki og innréttingarBifreiðarSamtals
Staða 1. janúar 2020179.3364.429.12382.5614.691.020
Viðbætur1.712586.65829.867618.237
Selt00(57.741)(57.741)
Aflagt0(140.727) (140.727)
Staða 31. desember 2020181.0484.875.05454.6865.110.788
Viðbætur40.736615.4550656.191
Selt(38.982)00(338.982)
Aflagt0(56.636)0(56.636)
Staða 31. desember 2021182.8025.433.87354.6865.671.361
Uppsafnaðar afskriftir og virðisrýrnunFasteignir og lóðirÁhöld, tæki og innréttingarBifreiðarSamtals
Staða 1. janúar 20204.0862.105.44532.5582.142.089
Viðbætur1.579387.16913.838402.586
Selt00(27.446)(27.446)
Aflagt0(140.727)0(140.727)
Staða 31. desember 20205.6652.351.88718.9502.376.502
Viðbætur1.579398.6268.604408.809
Selt0000
Aflagt0(56.636)0(56.636)
Staða 31. desember 20217.2442.693.87727.5542.728.675
Afskriftarhlutföll2%10-20%20% 
 FasteignamatVátryggingamat
Fasteignir og lóðir26.25081.138
Vélar og tæki, eignatryggingar 7.185.091
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.

9. Óefnislegar eignir

Bókfært verð31.12.202131.12.2020
Viðskiptavild2.744.0262.573.151
Þróunarkostnaður og vörumerki74.50288.043
Hugbúnaður og upplýsingakerfi488.389165.962
 3.306.9172.827.156
KostnaðarverðViðskiptavildÞróunarkostn. og vörumerkiHugb. og uppl.kerfiSamtals
Staða 1. janúar 20202.573.151135.40669.1592.777.716
Viðbætur00113.744113.744
Staða 31. desember 20202.573.151135.406182.9032.891.460
Viðbætur170.8750351.440522.316
Selt eða aflagt0000
Staða 31. desember 20212.744.026135.406534.3443.413.776
Uppsafnaðar afskriftir og virðisrýrnunViðskiptavildÞróunakostn. og vörumerkiÞróunarkostnaður uppl.kerfisSamtals
Staða 1. janúar 2020020.2821.88022.163
Afskriftir013.54110.13723.678
Staða 31. desember 2020033.82312.01845.841
Afskriftir013.54129.01442.555
Staða 31. desember 2021047.36441.03288.395
Afskriftarhlutföll 10%10% 

Úthlutun viðskiptavildar á fjárskapandi einingar

Viðskiptavild hefur verið úthlutað á eftirfarandi fjárskapandi einingar fyrir virðisrýrnunarpróf. Taflan sýnir bókfært virði þeirra og núvirðingarhlutföll (WACC) sem notuð eru við mat á nýtingarvirði.

 WACC 2021/2031.12.202131.12.2020
Samkaup hf. – matvöruverslanir8,1% / 6,55%2.744.0262.573.151

Endurheimtanlegt virði fjárskapandi eininga er ákvarðað út frá útreikningi á nýtingarvirði þeirra þar sem framtíðarsjóðstreymi byggir á fjárhagsáætlunum til næstu fimm ára samþykktum af stjórnendum.

Sjóðstreymi á þessu fimm ára tímabili er byggt á sömu framlegð og stöðugri hækkun á verði aðfanga á tímabilinu. Sjóðstreymi eftir þetta tímabil er framreiknað með stöðugum 2% árlegum vexti umfram verðbólgu (2020: 2%). Stjórnendur telja að allar mögulegar raunhæfar breytingar á lykilforsendum muni ekki leiða af sér að bókfært verð verði hærra en endurheimtanlegt virði fjárskapandi eininga.

Fjárhæðir eru í þúsundum króna.

10. Vörubirgðir

 31.12.202131.12.2020
Vörur í verslunum2.257.3222.255.920
Vörur í vöruhúsi864.370686.463
Vörur í flutningi57.07712.979
Niðurfærsla birgða(138.050)(279.963)
 3.040.7182.675.400

Vörubirgðir í lok ársins hafa verið metnar með tilliti til seljanleika og færðar niður samkvæmt því mati. Kostnaðarverð seldra vara í rekstrarreikningi endurspeglar gjaldfærslu á vörubirgðum, þar með talið breytingar á niðurfærslu birgða á árinu.Vörubirgðir eru veðsettar fyrir langtímaskuldum félagsins.

Fjárhæðir eru í þúsundum króna.

11. Viðskiptakröfur og aðrar skammtímakröfur

Viðskiptakröfur

 31.12.202131.12.2020
Innlendar viðskiptakröfur407.134374.369
Greiðslukortakröfur477.597224.859
 884.731599.228

Félagið metur sameiginlega niðurfærslu viðskiptakrafna út frá sögulegri reynslu um innheimtur, og tekur tillit til núverandi og framtíðaraðstæðna þar sem við á. Sértæk niðurfærsla er færð fyrir kröfur þar sem hlutlægar vísbendingar um virðisrýrnun eru til staðar, s.s. fjárhagslegir erfiðleikar skuldara. Sögulega hafa tapaðar kröfur verið óveruleg fjáhæð og er það mat stjórnenda að ekki sé þörf á að færa niðurfærslu vegna viðskiptakrafna í árslok 2021 (Óbreytt frá árinu 2020).

Viðskiptakröfur eru veðsettar fyrir langtímaskuldum félagsins.

Aðrar skammtímakröfur

 31.12.202131.12.2020
Fyrirframgreiddur kostnaður39.49070.936
Afdreginn fjármagnstekjuskattur1.1971.300
Aðrar skammtímakröfur samtals40.68672.236
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.

12. Eigið fé

Hlutafé

 31.12.202131.12.2020
Heildarhlutafé í lok fjárhagsársins390.000390.000
Eigin hlutir í lok fjárhagsársins0(38.248)
Hlutafé samkvæmt efnahagsreikningi390.000351.752
Hlutfall eigin hluta af Heildarhlutafé0,0%9,8%

Hver hlutur er 1 króna að nafnverði. Eigendur hluta í félaginu eiga rétt til atkvæðaréttar og arðs í hlutfalli við eign sína.

Nafnverð eigin hluta er 1 króna. Félagið seldi 38,3 milljónir eigin hluta á árinu 2021 fyrir 917 milljónir króna samkvæmt samþykki stjórnar.

Fjárhæðir eru í þúsundum króna.

13. Langtímaskuldir

 Aðrar langtímaskuldirSkuldir við lánastofnanir
 31.12.202131.12.202031.12.202131.12.2020
Skuldir í ISK21.833363.8331.735.0001.795.000
Næsta árs afborganir(2.000)(342.000)(60.000)(60.000)
Fært á meðal langtímaskulda19.83321.8331.675.0001.735.000

Afborganir af langtímaskuldum greinast þannig:

 Aðrar langtímaskuldirSkuldir við lánastofnanir
 31.12.202131.12.202031.12.202131.12.2020
Næsta árs afborganir2.000342.00060.00060.000
Afborganir 20232.0002.0001.060.00060.000
Afborganir 20242.0002.000615.0001.060.000
Afborganir 20252.0002.0000615.000
Afborganir 20262.0002.00000
Afborganir síðar11.83311.83300
 21.833363.8331.735.0001.795.000

Hreyfingar á langtímaskuldum skuldum greinast þannig:

 20212020
Staða í upphafi árs2.158.8332.220.833
Afborganir(402.000)(62.000)
Staða í lok dags1.756.8342.158.833

Skuldir við lánastofnar eru óverðtryggðar og bera breytilega vexti. Vegnir meðalvextir af skuldum við lánastofnanir eru 4,88% (2020: 3,92%).

Fjárhæðir eru í þúsundum króna.

14. Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir

 31.12.202131.12.2020
Viðskiptaskuldir3.462.3243.682.805
  0
Aðrar skammtímaskuldir
Ógreidd laun og launatengd gjöld526.889528.068
Ógreiddur virðisaukaskattur17.39998.198
Ógreiddir áfallnir vextir af langtímaskuldum16.11814.965
Aðrar langtímaskuldir189.827179.260
 750.234820.491

Félagið hefur innleitt ferla í fjárstýringu til að tryggja að viðskiptaskuldir séu greiddar innan umsamins greiðslufrests.

Fjárhæðir eru í þúsundum króna.

15. Leigusamningar

Nýtingarréttur

 Fasteignir og lóðirFasteignir og lóðir
Staða 1. janúar 2021/20207.792.5538.229.632
Verðbætur af leiguskuldbindingum421.711279.039
Viðbætur vegna nýrra samninga1.152.57668.169
Afskriftir(866.794)(784.690)
Staða 31. desember 2021/20208.500.0457.792.150

Upphæðir færðar í rekstrarreikning

 20212020
Afskriftir af nýtingarrétti866.794784.690
Vaxtagjöld af leiguskuldbindingum404.547394.298
Samtals gjaldfært á árinu1.271.3411.178.988

Leiguskuldbinding

 Fasteignir og lóðirFasteignir og lóðir
Staða 1. janúar 2021/20208.120.4628.400.724
Verðbætur af leiguskuldbindingum418.581279.039
Viðbætur vegna nýrra samninga1.152.57668.169
Afborganir af höfuðstól(701.278)(627.873)
Staða 31. desember 2021/20208.990.3418.120.059
 31.12.202131.12.2020
Gjalddagagreining – ónúvirtar leigugreiðslur
Innan árs1.169.6101.043.500
Eftir ár en innan 5 ára4.725.6064.164.264
5 ár og síðar5.247.6525.019.494
 11.142.86710.227.258
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.

16. Fjármálagerningar

Stjórnun fjármagns

Félagið stýrir fjármagni sínu þannig að það viðhaldi rekstrarhæfi sínu á sama tíma og það hámarkar arðsemi hagaðila með sem bestu jafnvægi á milli skulda og eigin fjár. Félaginu ber ekki að fylgja ytri reglum um lágmarks eiginfjárstöðu.

Markmið áhættustýringar

Fjármálasvið félagsins fylgist með og greinir fjárhagslegar áhættur í rekstri þess. Aðferðir vegna áhættustýringar eru yfirfarnar reglulega til að greina breytingar á markaði og starfsemi félagsins. Eftirfarandi áhættur hafa verið greindar vegna fjármálagerninga félagsins: markaðsáhætta, útlánaáhætta og lausafjáráhætta.

Markaðsáhætta

Stjórnendur félagsins telja helstu markaðsáhættu vera vegna vaxtabreytinga þar sem vaxtaberandi skuldir félagsins bera breytilega vexti. Áhættunni eru stjórnað með eftirliti með vaxtaþróun og viðeigandi blöndu af lánum með föstum og breytilegum vöxtum eftir því sem fjárhagsdeild telur æskilegt hverju sinni.

Vaxtaáhætta

Vaxtaáhætta er áhættan af því að gangvirði eða framtíðar sjóðstreymi fjármálagerninga muni sveiflast vegna breytinga á markaðsvöxtum. Vaxtaáhætta myndast þar sem að stærstur hluti langtímaskulda félagsins ber breytilega vexti.

Vaxtakjör á lántökum félagsins koma fram í skýringu fyrir langtímaskuldir.

Í töflunni hér að neðan er sýnt hver áhrif af 5% og 10% hækkun vaxta hefði á afkomu og eigið fé á reikningsskiladegi. Næmnigreiningin tekur til þeirra vaxtaberandi eigna og skulda sem bera breytilega vexti og miðast hún við að allar aðrar breytur en þær sem eru hér til skoðunar séu fastar. Næmnigreiningin endurspeglar þau áhrif sem koma fram í rekstrarreikningi og eigin fé án skattaáhrifa.

 31. desember 202131. desember 2020
 5%10%5%10%
Áhrif á afkomu og eigið fé(70.090)(140.181)(32.895)(65.790)

Útlánaáhætta

Í útlánaáhættu felst áhættan á því að mótaðilar félagsins geti ekki staðið við skuldbindingar sínar, sem leiðir til þess að það tapar á fjármálagerningum sínum. Lánsáhætta félagsins stafar einkum af viðskiptakröfum og skuldabréfaeign. Stjórnendur félagsins fylgjast reglulega með þróun þeirra eigna sem tengjast útlánaáhættu og hafa sett útlánareglur hvað varðar samþykki og gjaldfresti nýrra viðskiptavina til að lágmarka lánsáhættu. Þær útlánareglur eru yfirfarnar reglulega til að endurspegla breyttar aðstæður mótaðila. Ekki er tekið tillit til undirliggjandi trygginga við mat á hámarksútlánaáhættu.

Hámarksútlánaáhætta félagsins er sú bókfærða staða sem sundurliðuð er hér að neðan.

 31.12.202131.12.2020
Viðskiptakröfur884.731599.228
Skuldabréfaeign134.062125.776
Handbært fé334.7241.149.316
 1.353.5171.874.320

Félagið hefur metið vænt útlánatap vegna viðskiptakrafna, sjá nánar í skýringu 11. Skuldabréfaeign er tryggð með veði í fasteign og hlutabréfum í skuldara. Félagið metur vænt útlánatap vegna skuldabréfaútgáfu sérstaklega á hverjum reikningsskiladegi og telur miðað við stöðu skuldara og virði veða sé ekki þörf á niðurfærslu. Reikningsskilaaðferðir við mat á væntu útlánatapi má finna í skýringu 20.15.

Lausafjáráhætta

Lausafjáráhætta er sú áhætta sem felst í því tapi sem félagið gæti orðið fyrir vegna þess að það getur ekki staðið við skuldbindingar sínar innan tilskilinna gjaldfresta. Stjórnendur félagsins fylgjast með lausafjárstöðu þess með greiningu á gjalddaga fjáreigna og skulda til að geta endurgreitt allar skuldir á gjalddaga. Reglulega er fylgst með stöðu lausafjár, þróun sem orðið hefur og hvaða áhrif staða markaða og framtíðarhorfur geta haft á félagið.

Samningsbundnar afborganir af fjárskuldum, að meðtöldum áætluðum vaxtagreiðslum, greinast þannig. Fjárhæðir eru ekki núvirtar.

Skuldir 31. desember 2021Innan árs202320242025 eða síðarSamtals
Ekki vaxtaberandi4.197.1592.0002.00015.8334.216.992
Með breytil. vöxtum191.2501.096.883617.73801.905.871
 4.388.4091.098.883619.73815.8336.122.863
Skuldir 31. desember 2020Innan árs202220232024 eða síðarSamtals
Ekki vaxtaberandi4.407.0992.0002.00017.8334.428.932
Með breytil. vöxtum129.483126.8691.089.920617.2181.963.489
Með föstum vöxtum357.000000357.000
 4.893.581128.8691.091.920635.0516.749.421

Gangvirði

Stjórnendur telja að bókfært verð fjáreigna og fjárskulda í reikningsskilum félagsins endurspegli gangvirði þeirra.

Fjárhæðir eru í þúsundum króna.

17. Tengdir aðilar

Viðskipti við tengd félög á árinu 2021

 Keypt þjón. og vörurSeld þjón. og vörurKröfurSkuldir
Móðurfélag2535200
Systurfélög391.583001.713
 391.8365201.713

Viðskipti við tengd félög á árinu 2020

 Keypt þjón. og vörurSeld þjón. og vörurKröfurSkuldir
Móðurfélag1477800
Systurfélög373.43301692.428
 373.580781692.428

Viðskipti við tengda aðila eru á armslengdarkjörum.

Útistandandi stöður eru ótryggðar og verða gerðar upp með reiðufé. Engar ábyrgðir hafa verið gefnar út vegna þeirra. Engin niðurfærsla hefur verið færð vegna krafna á tengda aðila.

Laun og hlunnindi lykilstjórnenda

Laun, hlunnindi og mótframlag í lífeyrissjóð stjórnar og stjórnenda félagsins á árinu greinast þannig:

2021Laun og hlunnindiMótframlag í lífeyrissjóð
Skúli Þorbergur Skúlason, stjórnarformaður5.230697
Guðsteinn Einarsson, stjórnarmaður2.580297
Anna Birgitta Geirfinnsdóttir, stjórnarmaður2.270297
Guðfinna Bjarnadóttir, stjórnarmaður2.270253
Halldór Jóhannsson, stjórnarmaður2.580297
Sigurbjörn Jón Gunnarsson, stjórnarmaður2.460323
Árelía Eydís Guðmundsdóttir, stjórnarmaður57066
Margrét Katrín Erlingsdóttir, stjórnarmaður57066
Ómar Valdimarsson, forstjóri45.3378.031
Framkvæmdastjórar (4)*124.82517.307
2020Laun og hlunnindiMótframlag í lífeyrissjóð
Skúli Þorbergur Skúlason, stjórnarformaður4.570603
Guðsteinn Einarsson, stjórnarmaður2.335257
Anna Birgitta Geirfinnsdóttir, stjórnarmaður00
Guðfinna Bjarnadóttir, stjórnarmaður00
Halldór Jóhannsson, stjórnarmaður2.335257
Sigurbjörn Jón Gunnarsson, stjórnarmaður00
Árelía Eydís Guðmundsdóttir, stjórnarmaður2.335257
Margrét Katrín Erlingsdóttir, stjórnarmaður2.335257
Ómar Valdimarsson, forstjóri44.7467.947
Framkvæmdastjórar (4)*113.14015.839

* Framkvæmdastjórar eru: Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir, Stefán Ragnar Guðjónsson og Gunnar Egill Sigurðsson.

Stjórn félagsins hefur samþykkt hvatakerfi sem gildir fyrir æðstu stjórnendur félagsins. Getur ávinningur lykilstjórnenda að mestu orðið ígildi þriggja mánaða launa, heildargreiðslur á árinu 2021 voru 23,3 millj. kr.

Fjárhæðir eru í þúsundum króna.

18. Handbært fé

Handbært fé samanstendur af óbundnun bankainnstæðum og sjóði. Handbært fé sem fram kemur í yfirliti um sjóðstreymi samanstendur af eftirfarandi fjárhæðum:

 31.12.202131.12.2020
Bankainnistæður322.3871.137.085
Sjóður12.33712.232
 334.7241.149.316
Fjárhæðir eru í þúsundum króna.

19. Önnur mál

COVID-19 heimsfaraldurinn hafði talsverð áhrif á rekstur ársins. Félagið gegnir mikilvægu hlutverki á Íslandi með rekstri matvöruverslana um allt land. Aðgerðir stjórnenda miðuðu að því að halda verslunum opnum en jafnframt tryggja öryggi og velferð starfsmanna og viðskiptavina í krefjandi aðstæðum samkomutakmarkana á árinu. Áhersla var einnig lögð á að vinna með birgjum til þess að tryggja óbreytt vöruframboð.

Félagið nýtti sér ekki úrræði stjórnvalda varðandi þátttöku í launakostnaði starfsmanna á uppsagnarfresti, vegna minnkunar á starfshlutfalli eða önnur úrræði sem í boði voru.

Það er mat stjórnar og stjórnenda að félagið sé vel í stakk búið til að takast á við allar þær aðstæður sem upp geta komið vegna COVID-19.

20. Reikningsskilaaðferðir

20.1 Yfirlýsing um að alþjóðlegum reikningsskilastöðlum sé fylgt

Ársreikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir eru samþykktir af Evrópusambandinu.

20.2 Grundvöllur reikningsskilanna

Ásreikningurinn er gerður eftir kostnaðarverðsaðferð. Sögulegt kostnaðarverð byggir á gangvirði endurgjaldsins sem greitt er fyrir vöru og þjónustu. Ársreikningur er birtur í íslenskum krónum sem er starfsrækslugjaldmiðill félagsins.

20.3 Viðskiptavild

Viðskiptavild sem myndast við sameiningu er færð til eignar á sameiningardegi á kostnaðarverði að frádreginni virðisrýrnun ef við á. Viðskiptavild er mismunur á kaupverði félags og hlutdeildar í hreinni eign þess eftir að eignir og skuldir hafa verið metnar til gangvirðis á sameiningardegi.

Við framkvæmd virðisrýrnunarprófs er viðskiptavildinni skipt niður á fjárskapandi einingar. Þær fjárskapandi einingar sem að viðskiptavildinni hefur verið úthlutað á eru prófaðar að minnsta kosti árlega, en oftar ef að vísbendingar eru um að virðisrýrnun hafi átt sér stað. Ef bókfært verð er lægra en endurheimtanlegt virði þeirra hefur virðisrýrnun átt sér stað. Hafi virðisrýrnun átt sér stað er viðskiptavild fyrst færð niður og síðar aðrar eignir sem tilheyra viðkomandi fjárskapandi einingu. Óheimilt er að bakfæra áður færða virðisrýrnun vegna viðskiptavildar  á síðari tímabilum.

Við niðurlagningu eða sölu á fjárskapandi einingu er fjárhæð viðskiptavildar sem tilheyrir einingunni hluti af hagnaði eða tapi einingarinnar.

20.4 Tekjur

Tekjur af vörusölu

Tekjur af vörusölu eru metnar á gangvirði þess endurgjalds sem innheimt er, eða vænst er að innheimt verði, að frádregnum afsláttum og öðrum endurgreiðslum. Tekjur eru skráðar í rekstrarreikning þegar yfirráð yfir seldum vörum flytjast yfir til kaupanda, sem er almennt við afhendingu viðkomandi vara, og líklegt þykir að endurgjaldið verði innheimt. Tekjur af vörusölu eru að stærstum hluta gegn staðgreiðslu, en þegar um er að ræða sölu gegn gjaldfresti er gjalddagi almennt um 30-60 dögum frá því að varan er afhent og tekjur skráðar. Félagið færir ekki skuldbindingu vegna skilavara þar sem söguleg reynsla sýnir að um óverulegar upphæðir er að ræða.

Vaxtatekjur

Vaxtatekjur eru færðar þegar líklegt þykir að félagið muni hafa hagrænan ávinning af þeim og unnt er að meta fjárhæð teknanna með áreiðanlegum hætti.

20.5 Leigusamningar

Við upphaflega skráningu metur félagið hvort samningur teljist vera leigusamningur eða innihaldi leigusamning. Félagið skráir nýtingarrétt til eignar og samsvarandi leiguskuldbindingu vegna allra leigusamninga, nema skammtímaleigu (til skemmri tíma en 12 mánaða) og fyrir leigueignir með lágt virði þar sem leigugreiðslur eru færðar línulega á meðal rekstrargjalda yfir leigutímann.

Leiguskuldbinding er upphaflega metin á núvirði framtíðarleigugreiðslna. Leigugreiðslur eru núvirtar með innbyggðum vöxtum í samningi, eða ef þeir eru ekki aðgengilegir, með vöxtum af viðbótarlánsfé. Leiguskuldbinding samanstendur af föstum greiðslum að frádregnum leiguhvötum, breytilegum greiðslum vegna vísitölu, væntu hrakvirði og kaupréttum á leigueignum ef líklegt er talið að þeir verði nýttir.

Leigugreiðslur skiptast í vaxtagjöld og greiðslur af höfuðstól sem koma til lækkunar á leiguskuldbindingu. Félagið endurmetur leiguskuldbindingu ef leigutímabil breytist, ef leigugreiðslu breytast vegna vísitölutengingar eða þegar breytingar eru gerðar á leigusamningi sem ekki leiða til þess að nýr leigusamningur er skráður.

Nýtingarréttur er afskrifaður á því sem styttra reynist af líftíma leigusamnings eða leigueignar. Ef leigusamningur leiðir til eigendaskipta eða ef bókfært verð nýtingarréttar felur í sér kauprétt á leigueign, þá er nýtingaréttur afskrifaður á líftíma leigueignar. Nýtingarréttur er afskrifaður frá upphafsdegi leigusamnings.

Breytilegar leigugreiðslur sem eru ekki vísitölutengdar eru ekki hluti af leiguskuldbindingu eða nýtingarrétti eignar, heldur gjaldfærðar á því tímabili sem þær falla til.

Félagið nýtir sér heimild IFRS 16 til þess að skilja ekki samningsbundnar greiðslur vegna þjónustuþáttar (eða aðrar greiðslur sem ekki teljast til leigu) frá leigugreiðslum við mat á leiguskuldbindingu og nýtingarrétti.

20.6 Erlendir gjaldmiðlar

Viðskipti í erlendum gjaldmiðlum eru færð í starfrækslugjaldmiðli félagsins á gildandi gengi þess dags sem viðskiptin fara fram. Peningalegar eignir og skuldir í erlendum gjaldmiðlum eru færðar miðað við gengi í lok reikningsskiladags. Ópeningalegar eignir sem færðar eru á sögulegu kostnaðarverði eru ekki uppfærðar vegna gengisbreytinga. Gengismunur sem myndast er færður í rekstrarreikning miðað við eðli þeirra viðskipta sem hann tengist. Gengismunur af handbæru fé er tilgreindur sérstaklega sem gengismunur í rekstrarreikningi á meðal fjármagnsliða.

20.7 Tekjuskattur

Tekjuskattur er færður í rekstrarreikning nema þegar hann tengist liðum sem færðir eru beint á eigin fé, en þá er tekjuskatturinn færður á eigin fé. Útreikningur hans byggir á afkomu fyrir skatta að teknu tilliti til varanlegra mismuna á skattalegri afkomu og afkomu samkvæmt ársreikningi.

Tekjuskattur til greiðslu er tekjuskattur sem áætlað er að komi til greiðslu á næsta ári vegna skattskylds hagnaðar fjárhagsársins.

Frestaður skattur stafar af mismun efnahagsliða í skattuppgjöri annars vegar og ársreikningi hins vegar. Mismunurinn stafar af því að tekjuskattstofn félagsins er miðaður við aðrar forsendur en reikningsskil þess. Frestaður tekjuskattur er ekki færður vegna tímabundins mismunar sem verður til við upphaflega skráningu viðskiptavildar.

20.8 Varanlegir rekstrarfjármunir

Varanlegir rekstrarfjármunir eru upphaflega skráðir á kostnaðarverði. Kostnaðarverð varanlegra rekstrarfjármuna samanstendur af kaupverði og öllum beinum kostnaði við að koma eigninni í tekjuhæft ástand.

Afskriftir eru reiknaðar línulega miðað við áætlaðan nýtingartíma rekstrarfjármuna og færðar í rekstrarreikning. Eignir í fjármögnunarleigu eru afskrifaðar línulega á samningstíma þeirra eða nýtingartíma, hvort sem styttra reynist, nema líklegt þyki að félagið muni eignast eignina í lok leigutímans.

Hagnaður eða tap vegna sölu eigna telst mismunur söluverðs og bókfærðs verðs eigna á söludegi og er færður í rekstrarreikning á því tímabili sem salan á sér stað.

20.9 Keyptar óefnislegar eignir

Keyptar óefnislegar eignir með takmarkaðan líftíma eru færðar á kostnaðarverði að frádregnum uppsöfnuðum afskriftum og virðisrýrnun. Afskriftir eru færðar línulegar í rekstrarreikning á áætluðum líftíma eignanna. Keyptar óefnislegar eignir með ótakmarkaðan líftíma eru færðar á kostnaðarverði að frádreginni uppsafnaðri virðisrýrnun.

20.11 Virðisrýrnun efnislegra og óefnislegra eigna annarra en viðskiptavildar

Félagið metur á reikningsskiladegi hvort vísbendingar séu til staðar um að efnislegar og óefnislegar eignir séu virðisrýrðar. Ef slíkar vísbendingar eru fyrir hendi metur félagið endurheimtanleg virði viðkomandi eignar til að ákvarða upphæð virðisrýrnunar (ef einhver er). Ef ekki reynist unnt að meta endurheimtanlegt virði einstaka eigna, er endurheimtanlegt virði minnstu aðgreinanlegu sjóðskapandi einingar sem viðkomandi eign tilheyrir metið.

Virðisrýrnunarpróf er framkvæmt á óefnislegum eignum með ótakmarkaðan líftíma og óefnislegum eignum sem ekki hafa verið teknar í notkun að minnsta kosti árlega, og oftar ef vísbendingar um virðisrýrnun eru til staðar.

Endurheimtanlegt virði er gangvirði eignar að frádregnum sölukostnaði eða nýtingarvirði hennar í rekstri, hvort heldur sem hærra reynist. Ef endurheimtanlegt virði eignar (eða sjóðskapandi einingar) er metið vera lægra en bókfært verð, er bókfært verð fært niður í endurheimtanlegt virði. Virðisrýrnun er færð í rekstrarreikning nema eignin sé færð samkvæmt endurmatsaðferð. Heimilt er að bakfæra virðisrýrnun á síðari stigum, en þó aldrei umfram bókfært verð viðkomandi eignar (eða sjóðskapandi einingar) hefði virðisrýrnun ekki verið færð.

20.12 Birgðir

Vörubirgðir eru metnar á kostnaðarverði eða hreinu söluverði hvort sem lægra reynist. Kostnaðarverð birgða samanstendur af kostnaði við öflun þeirra ásamt öðrum kostnaði sem fellur til við að koma birgðum í söluhæft ástand. Hreint söluverð er áætlað söluverð að frádregnum áætluðum sölukostnaði.

20.13 Skuldbindingar

Skuldbindingar eru færðar þegar félagið ber lagalega eða líklega greiðsluskyldu vegna liðinna atburða og hægt er að meta fjárhæð hennar með áreiðanlegum hætti.

20.14 Fjármálagerningar

Fjáreignir og fjárskuldir eru færðar þegar samningsbundin réttur eða skylda til greiðslu myndast hjá félaginu.

Fjáreignir og fjárskuldir eru færðar á gangvirði við upphaflega skráningu. Viðskiptakostnaður sem rekja má beint til kaupa eða útgáfu fjáreigna eða fjárskulda sem ekki eru færð á gangvirði í gegnum rekstrarreikning er bætt við eða dreginn frá gangvirði við upphaflega skráningu eftir því sem við á. Viðskiptakostnaður vegna fjáreigna eða fjárskulda á gangvirði í gegnum rekstrarreikning er færður strax í rekstrarreikning.

20.15 Fjáreignir

Fjáreignum ber samkvæmt IFRS 9 að skipta í þrjá flokka; fjáreignir á afskrifuðu kostnaðarverði, fjáreignir á gangvirði í gegnum rekstrarreikning eða fjáreignir á gangvirði í gegnum aðra heildarafkomu. Flokkun þeirra fer eftir eðli og viðskiptalíkani félagsins fyrir viðkomandi fjáreignir.

Fjáreignir á afskrifuðu kostnaðarverði

Fjáreign sem áætlað er að eiga til gjalddaga og samningsbundnar greiðslur á settum gjalddögum samanstanda einungis af afborgunum af höfuðstól og vöxtum, skal skrá á afskrifuðu kostnaðarverði nema gerningurinn sé skilgreindur á gangvirði í gegnum rekstrarreikning í samræmi við gangvirðisheimildina. Slíkar eignir eru upphaflega færðar á gangvirði að viðbættum öllum tengdum viðskiptakostnaði. Eftir upphaflega skráningu eru slíkar fjáreignir metnar á afskrifuðu kostnaðarverði miðað við virka vexti, að frádreginni virðisrýrnun. Fjáreignir félagsins sem metnar eru á afskrifuðu kostnaðarverði eru skuldabréfaeign, viðskiptakröfur og handbært fé.

Fjáreignir á gangvirði í gegnum rekstrarreikning

Eignarhlutar í öðrum félögum þar sem félagið hefur ekki yfirráð eða veruleg áhrif eru metnir á gangvirði í gegnum rekstrarreikning. Umræddar fjárfestingar teljast óverulegar.

Virkir vextir

Vaxtatekjur af fjáreignum öðrum en þeim sem metnar eru á gangvirði í gegnum rekstrarreikning eru færðar miðað við virka vexti nema fyrir skammtímakröfur þegar áhrif afvöxtunar eru óveruleg.

Virkir vextir er sú ávöxtunarkrafa sem núvirðir áætlað sjóðstreymi yfir áætlaðan líftíma fjármálagernings, eða yfir styttra tímabil ef við á, þannig að það jafngildi bókfærðri fjárhæð fjáreignarinnar við upphaflega skráningu.

20.16 Fjáreignir framhald

Virðisrýrnun fjáreigna

Fjáreignir félagsins sem falla undir gildissvið virðisrýrnunarlíkans IFRS 9 eru skuldabréfaeign, viðskiptakröfur og handbært fé. Félagið beitir sértæku mati á virðisrýrnun hverrar kröfu skuldabréfaeignar fyrir sig.

Við mat á væntu útlánatapi fyrir viðskiptakröfur beitir félagið einfaldaðri nálgun. Sú nálgun krefst þess að félagið meti niðurfærslu sem er jöfn væntu útlánatapi á líftíma viðskiptakrafnanna. Viðskiptakröfum félagsins er skipt niður í flokka eftir þeim fjölda daga sem þær eru komnar fram yfir gjalddaga. Við mat á föstu niðurfærsluhlutfalli fyrir hvern flokk er horft til sögulegrar tapssögu félagsins, leiðréttri fyrir framtíðarvæntingum um efnahagslega þróun ef þörf er á.

Á hverjum reikningsskiladegi er kannað hvort til staðar sé hlutlæg vísbending um virðisrýrnun fjáreigna. Fjáreign hefur rýrnað í virði ef hlutlægar vísbendingar eru um að einn eða fleiri atburðir, sem hafa orðið, hafa áhrif á vænt framtíðarsjóðstreymi eignarinnar og hægt er að meta virðisrýrnun með áreiðanlegum hætti. Félagið færir sértæka niðurfærslu fyrir fjáreignir þar sem hlutlæg vísbending er um virðisrýrnun.

Breytingar á virðisrýrnunarframlagi fjáreigna í afskriftareikning eru færðar í rekstrarreikning á því tímabili sem matið fer fram. Virðisrýrnun er bakfærð ef unnt er að tengja bakfærsluna með hlutlægum hætti við atburð sem átt hefur sér stað eftir að virðisrýrnun var færð.

Afskráning fjáreigna

Félagið afskráir fjáreignir þegar samningsbundinn réttur til framtíðarsjóðstreymis af fjáreigninni er ekki lengur til staðar eða þegar áhætta og ávinningur af fjáreigninni flyst yfir á annars aðila.

20.17 Fjárskuldir og eiginfjárgerningar

Eiginfjárgerningur er hvers konar samningur sem felur í sér eftirstæða hagsmuni í eignum félags eftir að allar skuldir hans hafa verið dregnar frá. Eiginfjárgerningar útgefnir af félaginu eru skráðir á kostnaðarverði að frádregnum beinum kostnaði við útgáfu þeirra.

Kaup á eigin hlutum eru færð til lækkunar á heildarhlutafé. Enginn hagnaður eða tap eru færð í rekstrarreikning vegna kaupa, sölu eða útgáfu á eigin hlutum.

Fjárskuldir eru metnar á afskrifuðu kostnaðarverði miðað við virka vexti.

Félagið afskráir fjárskuldir eingöngu þegar skuldbinding vegna þeirra er ekki lengur til staðar. Hagnaður eða tap vegna afskráningar eru færð í rekstrarreikning.

20.18 Fjármagnskostnaður

Allur fjármagnskostnaður er færður í rekstarreikning á því tímabili sem hann fellur til miðað við aðferð virkra vaxta. Lántökukostnaður er eignfærður og færður í rekstrarreikning á líftíma lána miðað við virka vexti.

21. Reikningshaldslegt mat

Gerð ársreikninga í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla krefst þess að stjórnendur taki ákvarðanir, meti og gefi sér forsendur sem hafa áhrif á beitingu reikningsskilaaðferða og birtar fjárhæðir eigna, skulda, tekna og gjalda. Reikningshaldslegt mat og undirliggjandi forsendur eru byggðar á sögulegum gögnum og öðrum viðeigandi þáttum. Endanleg niðurstaða kann að vera frábrugðin þessu mati.

Reikningshaldslegt mat og undirliggjandi forsendur þess eru endurskoðaðar reglulega. Áhrif breytinga á reikningshaldslegu mati eru færð á því tímabili sem að matið er endurskoðað og á síðari tímabilum ef við á.

Upplýsingar um mikilvægar ákvarðanir þar sem mat stjórnenda og reikningsskilaaðferðir hafa mest áhrif á skráðar fjárhæðir eigna og skulda í ársreikningnum er að finna í eftirfarandi skýringum:

 • Skýring 8 – mat á líftíma varanlegra rekstrarfjármuna
 • Skýring 9 – mat á líftíma óefnislegra eigna
 • Skýring 9 – mat á endurheimtanlegum fjárhæðum fjárskapandi eininga
 • Skýring 10 – mat á niðurfærslu birgða
 • Skýring 11 – mat á væntu útlánatapi vegna viðskiptakrafna
 • Skýring 15 – mat á leigutíma og afvöxtunarstuðli í útreikningum á leiguskuldbindingum