Framtíðarsýn

Hjá Samkaupum gerum við hlutina á fyrirfram skilgreindan hátt. Við förum alla leið. Fyrir viðskiptavini okkar, starfsfólk og nærsamfélag til að allir geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Við erum með verslanir um allt land – sem tengja allt saman – og í stað þess að líta á ábyrgð sem kvöð höfum við gert hana að markmiði.

Framtíðarsýn

Hamingjan í fyrirrúmi

„Hamingja, gleði og vinátta eiga heima á öllum vígstöðvum samfélagsins og ég tel það vera forsendu þess að fólki líði vel. Ef við hjá Samkaupum sköpum menningu þar sem ríkir jafnrétti og fordómaleysi, þá stígum við skref í rétta átt að því að skapa gott samfélag þar sem hamingja fólks er í fyrirrúmi,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Samkaupum.

Hún segir margt áhugavert hafa komið fram í vegferð Samkaupa.

„Við erum alltaf að læra, hvernig við getum bætt okkur á öllum sviðum og það að setja athyglina á jafnréttismálin aðstoðar okkur í að gera betur. Ég get með sanni sagt að liðsheild, orka og þrautseigja einkenni starfsfólk Samkaupa. Fólkið í Samkaupaliðinu stendur saman og er ávallt tilbúið að leggja sitt af mörkum til að mæta viðskiptavinum á sem bestan máta. Samkaup eru eitt öflugasta fyrirtækið á Íslandi, með einstakan hóp starfsmanna sem í sameiningu getur allt. Þetta er einstakt fyrirtæki sem býr yfir fjölbreyttum hópi af framúrskarandi fólki. Mannauðurinn er svo sannarlega stærsta auðlind fyrirtækisins.“

Samkaup eru eitt öflugasta fyrirtækið á Íslandi, með einstakan hóp starfsmanna sem í sameiningu getur allt.
Framtíðarsýn

Við förum alla leið

„Það er spennandi vegferð framundan. Ég hlakka til að fylgja eftir stafrænni þróun og sjálfvirknivæðingu í þjónustu og starfsemi Samkaupa. Þá vil ég auka enn frekar áherslur okkar á samfélagslega ábyrgð og halda áfram að gera Samkaup að frábærum vinnustað,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs.

Það er framlag okkar til fólks og samfélags sem hvetur okkur áfram. Þannig vinnum við og það skapar okkur sérstöðu til dæmis með því að vera tæknilega fremst í verslunarháttum. Fyrirtækið okkar byggist á metnaði fólks sem leggur alltaf sérstaka áherslu á að bjóða upp á sem mest gæði og sífellt betri þjónustu á hverjum degi. Allt frá bændum til afgreiðslufólks – með það sameiginlega markmið að gera ábyrga smásöluverslun að leiðinni til framtíðar. Ef það þýðir að við þurfum að fara skrefinu lengra, þá gerum við það.

Hjá Samkaupum förum við alla leið.