Við í Samkaupaliðinu getum verið stolt af þeim árangri sem við náðum árið 2021.
Hjá Samkaupum starfa um 1.400 manns en Samkaup reka 65 matvöruverslanir um allt land undir merkjum Nettó, Krambúðarinnar, Kjörbúðarinnar og Iceland. Starfsmannahópur Samkaupa er stór en samheldinn. Mikil áhersla er lögð á að starfsfólki líði vel og er það hvatt til að nýta sér þær mörgu leiðir sem Samkaup bjóða upp á til vellíðunar og framgangs, bæði í starfi og persónulega. Þar má helst nefna víðtæka velferðarþjónustu og öflugar námsleiðir sem standa öllu starfsfólki til boða.
Við viljum að það sé eftirsóknarvert að starfa hjá Samkaupum og því tekur starfsfólkið okkar þátt í að þróa og bæta starfsumhverfi sitt. Samskipti og samtal innan hópsins eru starfsmönnum Samkaupa mikilvæg en vegna Covid hefur slíkt verið í lágmarki síðustu tvö ár. Haustið 2021 tókst að halda lykilfundi með starfsfólki Samkaupa. Stjórnendur hittu starfsmenn verslana og áttu með þeim notalega kvöldstund og gott spjall um framtíðina.
Lykilfundir voru haldnir á 10 mismunandi stöðum á landinu og sóttu um 600 starfsmenn fundina í heild. Mannauðurinn er okkar helsti styrkur og við ætlum að halda áfram að stuðla að góðum samskiptum við allt fólkið okkar.
Samkaup hlutu Hvatningarverðlaun jafnréttismála árið 2021, bæði á sviði fjölmenningar og atvinnumála starfsmanna með skerta starfsgetu. Við munum nota viðurkenninguna sem hvatningu til þess að standa okkur enn betur. Lesið meira um það í kaflanum um jafnrétti.
Samkaup hlutu einnig Jafnvægisvogina 2021, viðurkenningu FKA til fyrirtækja sem stefna að 40/60 kynjahlutfalli í efsta stjórnendalagi og hafa gripið til aðgerða til að ná því fram.
Í nóvember runnu 200 krónur af hverri pöntun í netverslun Nettó til fjölda félaga sem vinna að góðgerðarmálum, en samtals úthlutaði Nettó yfir 10 milljónum í styrki. Við þökkum viðskiptavinum okkar samstarfið og óskum félögunum öllum velfarnaðar í starfi.
Samkaup hlutu Hvatningarverðlaun jafnréttismála árið 2021, bæði á sviði fjölmenningar og atvinnumála starfsmanna með skerta starfsgetu.
Árið 2021 gerðust Samkaup bakhjarl Meistaramánaðar og tóku þátt í að endurvekja hann. Við settum okkur markmið um heilsueflingu og hvöttum aðra til að gera slíkt hið sama. Átakinu var vel tekið, bæði meðal viðskiptavina og starfsfólks.
Nettó styrkir einnig íþróttahreyfingar, barna- og æskulýðsstarf og heilsueflandi verkefni, t.d. með því að endurnýja samstarfssamning sinn við HSÍ og mörg íþróttafélög um land allt. Nettó styrkir einnig ýmis heilsueflandi verkefni með það að markmiði að stuðla að heilbrigðum lífsstíl og styrkja margþætt æskulýðs- og forvarnarstarf.
Tvisvar á ári eru Heilsu- og lífstílsdagar haldnir í Nettó og þá er hægt að kaupa vítamín, bætiefni, lífrænar vörur, heilsu- og lífstílsvörur á tilboðsverði. Veglegt 132 blaðsíðna blað með fróðlegum greinum er gefið út. Blaðinu er dreift í hús og boðið er upp á kynningar í verslunum. Á Heilsudögum eykst umferðin í gegnum Nettó verslanir mikið eða um 20%. Þess má geta að við seldum um 2.000 vörunúmer með afslætti til viðskiptavina þessa 11 daga. Nettó er með um 35% markaðshlutdeild á heilsumarkaðinum. Það er ört stækkandi markaður sem er mjög spennandi að vinna á.
Annað árið í röð setti heimsfaraldur fólki skorður en ýtti um leið undir frekari þróun í nýsköpun og verslun. Netverslun Nettó, sem gerir fólki kleift að panta vörur á netinu og fá sendar heim, blómstraði – sérstaklega í hörðustu sóttvarnartakmörkunum.
Um 40.000 manns sóttu Samkaupa-appið sem virkar bæði sem snertilaus greiðslulausn og veitir afslátt í formi inneignar. Vinsældir appsins aukast hratt og er það nú með stærstu vildarkerfum landsins. Appið býður upp á fjölda áhugaverðra möguleika og er í stöðugri þróun.
Síðasta sumar opnuðu Samkaup þrjár nýjar og glæsilegar verslanir, Kjörbúðina á Hellu, Nettó í Nóatúni og Nettó í Mosfellsbæ. Sú síðastnefnda er önnur tveggja grænna Nettóverslana. Kælikerfið er keyrt á koltvísýringi (CO₂) í stað annarra óumhverfisvænni kælimiðla. Næsta verkefni er að gera Nettó í Grindavík algerlega græna. Umhverfissjónarmið verða áfram höfð að leiðarljósi þegar verslanir þurfa uppfærslu. Nettó hefur einnig vakið athygli á landsvísu fyrir framtak sitt í að sporna við matarsóun og þar fæst mikið úrval af umhverfisvænum og lífrænum vörum.
Nettó var bakhjarl viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita annað árið í röð og styrkti efnilega matarsprota. Í ár munu Samkaup taka þátt í Nýsköpunarviku.
Það er margt spennandi á döfinni hjá Samkaupum árið 2022. Fylgist með!
Ómar Valdimarsson
Forstjóri
Gunnar Egill Sigurðsson
Framkvæmdarstjóri verslunarsviðs
Gunnur Líf Gunnarsdóttir
Framkvæmdarstjóri mannauðssviðs
Stefán Ragnar Guðjónsson
Framkvæmdarstjóri innkaupasviðs
Heiður Björk Friðbjörnsdóttir
Framkvæmdarstjóri fjármálasviðs
Samkaup reka 65 verslanir víðsvegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðsverslunum til þægindaverslana. Helstu verslunarmerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Iceland og Samkaup strax.
Samkaup leggja áherslu á að vera eftirsóttur vinnustaður með öfluga framlínu. Hjá félaginu starfa rúmlega 1400 starfsmenn í rúmlega 640 stöðugildum.
Samkaup starfa á íslenskum dagvörumarkaði og byggja rekstur sinn á gæðum, góðri þjónustu og fjölbreyttu vöruvali á eins hagstæðu verði og völ er á. Grunnurinn í þjónustu Samkaupa er fjölbreytni og sveigjanleiki til þess að uppfylla hinar ýmsu þarfir viðskiptavina sem og tengsl við viðskiptavini í öllum byggðum landsins.
Meginmarkmið Samkaupa er að vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem lögð er áhersla á jákvæða og heilbrigða menningu, jafnrétti og opin samskipti, sterka liðsheild þvert á vörumerki félagsins, tækifæri starfsfólks til aukinnar menntunar, fræðslu og starfsþróunar og góða upplýsingamiðlun. Fyrirtækjamenning Samkaupa stuðlar að því að allir starfsmenn fá tækifæri til að þroskast, bæði persónulega og í starfi.
Jafnrétti á vinnustaðnum og jafnrétti í samfélaginu hafa verið sérstök áhersluverkefni hjá Samkaupum síðustu ár. Samkaup hafa sett sér skýra stefnu í jafnréttismálum sem er órjúfanlegur hluti af heildarstefnu félagsins.
Framkvæmdastjórn og stjórn Samkaupa hafa skuldbundið sig í allri stefnumótun til þess að stuðla að auknu jafnrétti og samþykktu jafnréttisáætlun 2020 sem inniheldur aðgerðaáætlun til ársins 2022. Hjá Samkaupum er lögð áhersla á að allt starfsfólk sé metið að verðleikum og njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum. Starfsfólki er ekki mismunað á grundvelli kyns, kynþáttar eða þjóðernis, kynhneigðar, aldurs, trúar, fötlunar, skoðana eða annarra þátta.
Gildi Samkaupa, kaupmennska, áræðni, sveigjanleiki og samvinna, eru hornsteinar í starfi Samkaupa og leiðarljós í að gera Samkaup að eftirsóttum vinnustað þar sem jafnrétti og jafnræði allra eru virt og þar sem allir einstaklingar hafi jöfn tækifæri á öllum sviðum. Lykillinn að velgengni Samkaupa eru starfsfólk fyrirtækisins.
Fyrir rúmlega hálfu ári tóku verslanir Samkaupa nýtt app í notkun fyrir viðskiptavini sína þar sem þeim bjóðast sérkjör og þeir geta safnað fríðindum. Einnig er hægt að borga í gegnum appið. Í dag fer 20% af sölu verslana fyrirtækisins í gegnum appið og í einni verslun er hlutfallið komið upp í 60%.
Líkt og undanfarin ár voru veitt verðlaun á sviði kynjajafnréttis, en í ár voru einnig veitt sérstök verðlaun, annars vegar með áherslu á fjölmenningu og hins vegar starfsfólk með skerta starfsgetu. Markmiðið með Hvatningarverðlaunum jafnréttismála er að vekja athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til þess að gera slíkt hið sama.
Jafnvægisvogin veitti viðurkenningar til 38 fyrirtækja, sjö sveitarfélaga og átta opinberra aðila úr hópi þeirra 152 þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu og tóku þátt í könnun um aðgerðir sem gripið var til.
Samkaup eru nýr bakhjarl Meistaramánaðar sem haldinn er í október ár hvert. Í Meistaramánuði skora þátttakendur sjálfa sig á hólm og setja sér markmið. Markmiðin geta verið stór og smá en í gegnum árin hafa þátttakendur til að mynda sett sér markmið um að heimsækja ömmu og afa oftar, taka mataræðið í gegn, lesa fleiri bækur, klífa fjöll, mála myndir, hlaupa ákveðið marga kílómetra eða fara fyrr á fætur en aðra daga.
Nettó opnaði nýja verslun við Sunnukrika í Mosfellsbæ í september 2021 og er það þriðja verslun Samkaupa sem opnuð var á árinu. „Staðsetningin er mjög spennandi og með þeim flottu fyrirtækjum og þjónustu sem er í húsinu er ljóst að þjónusta við íbúa mun stórbatna,“ sagði Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs, í fréttatilkynningu.