Samfélagið

Samkaup leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð í allri starfseminni sem endurspeglar metnað fyrirtækisins að vera traustur og virkur þátttakandi í samfélaginu.

Frá stjórnendadegi 2021.
SAMFÉLAGIÐ

Samfélagsstefna Samkaupa

Samfélagsstefna Samkaupa er hluti af heildarstefnu fyrirtækisins og undir hana heyrir einnig umhverfisstefna félagsins. 

Samkaup virða væntingar lykilhagsmunaaðila til fyrirtækisins og móta áherslur í efnahagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum þáttum með þær að leiðarljósi.

Gildi Samkaupa; kaupmennska, áræðni, samvinna og sveigjanleiki, eru hornsteinar í starfi Samkaupa og leiðarljós í að gera Samkaup að eftirsóknarverðum vinnustað þar sem jafnrétti og jafnræði allra eru virt.

Markmið Samkaupa er að vinna markvisst að því að bæta samfélagið, nærsamfélagið, um allt landið og á heimsvísu. Til þess kappkosta Samkaup að vera með skýra samfélagsstefnu, siðareglur um hegðun fyrirtækisins og metnaðarfull markmið í takt við þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem samræmast starfsemi fyrirtækisins.

Samfélagsverkefni Samkaupa beinast aðallega að því sem tengist starfsemi fyrirtækisins beint og varða einkum starfsfólk, viðskiptavini, birgja og samstarfsaðila, vörur og þjónustu. Þá snúa þau einnig að stuðningi við verkefni sem stuðla að betra samfélagi án þess að þau tengjast starfseminni.

umhverfið

Styrktarmál

Á hverju ári veita Samkaup milljónum í styrki til að styðja mikilvæg málefni af ýmsum toga, æsku- og forvarnarstarf, lýðheilsu-, umhverfis- og góðgerðarmál.

Samfélagssjóður Samkaupa

Eitt af viðfangsefnum Nettó/Kjörbúðarinnar í samfélagslegri ábyrgð er að veita styrki til samfélagsverkefna (auglýsingasamningar til meistaraflokka eru ekki hluti af samfélagssjóði Nettó). Samfélagssjóður Nettó veitir árlega 20 m.kr. í styrki um land allt og Kjörbúðin 10 m.kr. Krambúðin og Iceland styrkja um allt að 2 m.kr.

Styrkirnir endurspegla áherslur fyrirtækisins varðandi þátttöku í samfélaginu og snúa að eftirfarandi flokkum: 

Heilbrigður lífsstíll

Hollur matur, næring, heilsueflandi forvarnir, hreyfing og íþróttir.

Æskulýðs- og forvarnarstarf

Hvers kyns æskulýðs- og félagsstarf barna og ungmenna, forvarnir sem snúa að börnum og ungmennum og íþróttir barna og ungmenna.

Umhverfismál

Minni sóun, endurvinnsla, hagkvæm nýting auðlinda, sjálfbærni, vistvæn þróun og loftslagsmál.

Mennta-, menningar- og góðgerðarmál

Menntamál sem snúa að verslun, mannúðarmál, góðgerðar- og hjálparstarf, listir og menningarmál.

Samkaup veita milljónum til góðgerðamála

Nettó ýtti úr vör sértækri Covid-styrktaraðgerð undir nafninu „Notum netið til góðra verka“ árið 2020 og endurtók leikinn árið 2021. Óskað var eftir tillögum frá viðskiptavinum um hvaða góðgerðarsamtök ætti að styrkja. Verkefnið felur í sér að 200 krónur af hverri sendingu úr netverslun Nettó rennur til góðra málefna.

Alls söfnuðust rúmar tíu milljónir. „Fyrir okkur er þetta frábær leið til að eiga í samtali við okkar viðskiptavini og við leggjum mikla áherslu á að grípa þau tækifæri. Það er ómetanlegt fyrir okkur sem fyrirtæki, sem leggur mikla áherslu á að vera bæði traustur og virkur þátttakandi í samfélaginu, að viðskiptavinir gefi sér tíma í að aðstoða okkur við þetta,“ sagði Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa.

Þau félög sem viðskiptavinir völdu og tóku þar af leiðandi á móti styrkjum í desember 2021 voru m.a. Fjölskylduhjálp Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd, Hjálpræðisherinn, Pieta samtökin, Kraftur, Barnaheill, Ljósið og Umhyggja.

Samfélagið

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Samkaupa

Ein af aðalhugsjónum Samkaupa er að vinna markvisst að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Eftir langa umhugsun tóku Samkaup ákvörðun um að vinna að eftirfarandi 8 af 17 heimsmarkmiðum:

4
5
8
9

Nám og menntun fyrir starfsfólk

3
12
13

Samfélagsstyrkir

4
5
8
9

Samfélagsstyrkir

3
4
5
8
9

Rafrænn fræðsluvettvangur starfsfólks

5
12

Jafnréttisáætlun

8
12

Jafnlaunavottun

5
8
9

Ráðning starfsmanna með fötlun

12

Loftslagssáttmáli

12
13

Kolefnisjöfnun – Kolviður

12

Samfélagsskýrsla

12

Minni matarsóun

12

Auka vægi fjölnota poka

13

Minna umbúðaplast

12
13

Niðurbrjótanlegir ávaxtapokar

13

Útskipting kælimiðla

13

Umhverfisvænir burðarpokar í netverslun

13

Útrýma plasti í ávöxtum og grænmeti

13

Fækka útsendum reikningum

15

Opinn skógur

Samfélagið

Skattasporið

Skattaspor er aðferðafræði sem gerir stjórnendum fyrirtækja kleift að safna, greina og kynna framlög þeirra til samfélagsins í formi skattgreiðslna. Skattaspor fyrirtækis nær til allra skattgreiðslna til ríkis og sveitarfélaga vegna starfsemi fyrirtækisins og einnig allra skatta sem fyrirtækið innheimtir og stendur skil á. 

Hjá Samkaupum starfa um 1.400 manns og skilaði Samkaup um 2 milljörðum og 490 milljónum til íslensks samfélags í formi tryggingagjalds, virðisaukaskatts, lífeyrisgreiðslna, tekjuskatts starfsmanna og ýmissa annarra opinberra gjalda sem tengjast starfseminni. 

Skattaspor 2021

Heildarskattaspor: 2.494.000.000

Samfélagið

Heilsuefling og forvarnir

Samkaup leggja mikla áherslu á heilbrigðan lífsstíl, taka þátt í mörgum heilsuhvetjandi verkefnum, styrkja íþróttastarf og bjóða upp á mikið úrval af heilsuvörum á góðu verði.

Heilsu- og lífsstílsdagar Nettó

Heilsu- og lífsstílsdagar Nettó hafa verið haldnir tvisvar á ári, í janúar og september, síðan 2011 og hafa vinsældir þeirra aukist frá ári til árs.

Þessa daga eru verslanir pakkfullar af spennandi tilboðum, hægt er að taka þátt í vinningsleikjum á samfélagsmiðlum og boðið er upp á kynningar og ráðgjöf í verslunum. Í tilefni Heilsudaga kemur út vandað, 132 blaðsíðna Heilsublað með upplýsingum um vörutilboð, girnilegar og hollar uppskriftir, spennandi viðtöl og fróðleiksmolum um heilnæman og góðan lífsstíl. Blaðið var borið út í hús á öllu höfuðborgarsvæðinu og Akureyri með Morgunblaðinu og kom einnig út á rafrænu formi.

Á Heilsudögum Nettó er boðinn veglegur afsláttur af lífsstíls- og heilsuvörum á 3.000 vörunúmerum, t.d. lífrænum vörum, hollustuvörum, vegan-vörum, ketó-vörum, bætiefnum og margt fleira.

Úrvalið eykst frá ári til árs og hefur aldrei verið meira. Allir geta fundið eitthvað sem hentar þeirra heilsu og lífsstíl hvort sem markmiðið er að minnka sykurát, leggja ríkari áherslu á lífrænt fæði eða sýna umhverfinu meiri umhyggju. Þetta er í takt við aukna meðvitund Íslendinga um mikilvægi heilbrigðs lífernis.

Við erum afar þakklát okkar viðskiptavinum fyrir að gera Heilsudaga að þeim stórviðburði sem þeir eru, því áhugi og endurgjöf frá viðskiptavinum okkar veita okkur klárlega hvatningu til að stækka og bæta stöðugt úrvalið af hollum og lífrænum valkostum í verslunum Nettó.

Á Heilsu- og lífsstílsdögum árið 2021 tókum við upp eftirfarandi nýjungar:

  • Boðið var upp á fjarráðgjöf í heilsudeild á skjám í Nettó Mjódd.
  • Haldnir voru rafrænir fyrirlestrar fyrir viðskiptavini í gegnum Facebook-síður Nettó.
  • Veitt var aukin ráðgjöf til viðskiptavina, t.d. hélt Ragga nagli erindi í verslunum.
  • Við buðum starfsmönnum upp á rafræn fræðslumyndbönd til að auka þekkingu sína og veita betri þjónustu til viðskiptavina og aðstoð með val á t.d. vítamínum og öðrum bætiefnum.

Meistaramánuður endurvakinn

Samkaup gerðust nýr bakhjarl Meistaramánaðar sem haldinn er í október ár hvert. Í Meistaramánuði skora þátttakendur sjálfa sig á hólm og setja sér markmið. Markmiðin geta verið stór og smá en í gegnum árin hafa þátttakendur til að mynda sett sér markmið um að heimsækja ömmu og afa oftar, taka mataræðið í gegn, lesa fleiri bækur, klífa fjöll, mála myndir, hlaupa ákveðið marga kílómetra eða fara fyrr á fætur.

„Við erum ótrúlega stolt af því að gerast bakhjarl Meistaramánaðar. Þetta er eitt vinsælasta verkefni undanfarinna ára þar sem fólk er hvatt til að setja sér markmið og jafnvel deila þeim með öðrum,“ sagði Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Samkaupum. „Meistaramánuður fellur vel að starfsemi og gildum Samkaupa. Félagið hefur sett sér markmið er snúa að heilsueflingu, bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk og er með sérstöðu og framsækni þegar kemur að heilsutengdum vörum.“

Fólk var hvatt til að taka þátt og því boðið að skrá sig til leiks á meistaramanudur.is og 1.500 manns, fyrir utan starfsfólk Samkaupa, sló til. Boðið var upp á hvatningu og fróðlega fyrirlestra á Facebook-síðu Meistaramánaðar og 1.200 til 1.500 einstaklingar fylgdust með. Einnig var hægt að taka þátt í ýmsum vinningsleikjum.

Átakið var ekki síst árangursríkt m.t.t. hóp- og heilsueflingar starfsfólks Samkaupa, en skemmtileg stemning skapaðist á mjög mörgum starfstöðvum Samkaupa þar sem starfsfólk deildi markmiðum sínum og hvernig gekk að vinna að þeim. Einnig var mikið lagt í að gera Meistaramánuði hátt undir höfði á Workplace síðu alls starfsfólks Samkaupa. Þar voru ýmsir fróðleiksmolar birtir ásamt fræðslumyndböndum sem voru sérstaklega unnin fyrir Samkaup og Meistaramánuð og stuðluðu að árangursríkri markmiðasetningu og góðri lýðheilsu.

Meistaramánuður fellur vel að starfsemi og gildum Samkaupa. Félagið ... er með sérstöðu og framsækni þegar kemur að heilsutengdum vörum.
Gunnur Líf Gunnarsdóttir
framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa

Styrkir til íþrótta- og æskulýðsstarfs

Nettó og Kjörbúðin hafa gert styrktarsamninga við golfklúbba um allt land og sumarið 2021 voru Nettó golfmót voru haldin víða um land sem hluti af áskorendamóti og unglingamótaröð GSÍ.

Í september 2021 framlengdu Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur og Nettó styrktar- og samstarfssamning sinn. Samstarfið hefur varað til fjölda ára og Nettó jafnan verið á meðal fremstu samstarfsaðila deildarinnar.

Samfélagið

Nýsköpun í verki

Samkaup hvetja til nýsköpunar og stuðla að nýsköpun á öllum sviðum, ekki aðeins í tengslum við tækninýjungar heldur einnig vinnuferli, grænar lausnir, minni sóun, menntun starfsfólks, o.s.frv.

„Það að vera með hóp af fólki með ólíkan bakgrunn og af ólíkum uppruna ýtir undir nýsköpun og þegar raddir ólíkra aðila fá að heyrast innan fyrirtækisins koma fram fjölbreyttari sjónarmið. Þegar fjölbreytni í starfsmannahópi er markmið, eru Samkaup þess fullviss að ávinningurinn er langtímaárangur þar sem ólíkt starfsfólk kemur með nýjar hugmyndir, ferla og stefnur. Með þessu eykst skilvirkni innan starfa fyrirtækisins, sem skilar sér í auknum hagnaði til lengri tíma litið, og ánægja starfsfólks eykst, sem skilar sér í betri upplifun viðskiptavina af þjónustu, sem aftur skilar aukinni sölu,“ sagði Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Samkaupum.

Til sjávar og sveita

Samkaup hafa styrkt viðskiptahraðalinn „Til sjávar og sveita – frá hugmynd í hillu“ síðustu ár og líta á sitt framlag sem brú milli nýsköpunar og viðskiptavina. Viðskiptahraðallinn býður upp á metnaðarfullan vettvang til vöruþróunar fyrir verkefni sem snúa að hátækni í matvælaiðnaði, nýjum lausnum í landbúnaði og haftengdum iðnaði og betri nýtingu hráefna þar sem sjálfbærni og nýsköpun eru höfð að leiðarljósi. Hraðallinn er einnig tilvalinn vettvangur fyrir þróun tæknilausna ætluðum verslun og þjónustu, t.d. greiðslumiðlun, birgðastýringu, flutningi og þess sem snýr að því að koma vörum í hendur viðskiptavina.

Í fyrra var hraðallinn keyrður með öðru sniði og var áhersla lögð á markaðssókn fyrirtækja sem voru tilbúin með vöru eða langt komin í vöruþróun. Fyrirtækin sem valin voru inn í Til sjávar og sveita 2021 eru Jökla, Sifmar (Krakkakropp), MAR crisps, Náttúrulega gott, Nordic Wasabi og Næra.

Samkaupa-appið

Um mitt ár 2021 tóku Samkaup nýtt app í almenna notkun. Þetta er vildarkerfi sem hægt er að nota í öllum verslunum Samkaupa, Nettó, Iceland, Krambúðinni og Kjörbúðinni, eða 65 verslunum um allt land. Viðskiptavinir tengja greiðslukort við appið og í hvert skipti sem þeir nota það til að greiða fyrir vörur safna þeir inneign. Reglulega eru vörur auglýstar á sérstöku „apptilboði“ en þá er hægt að fá allt að 50% af vöruverðinu til baka í formi inneignar. Þegar búið er að safna nægri inneign er hægt að nota hana til að greiða fyrir vörur.

Óhætt er að segja að appið hafi slegið í gegn. Í árslok 2021 voru notendur orðnir um 40.000 og 20% af sölu versl­ana fór í gegn­um appið. Í einni versl­un, Kjörbúðinni Skagaströnd, var hlut­fallið komið upp í 60%. Samkaupa-appið er því strax orðið eitt af stærstu vildarkerfum landsins. Starfsfólki er einnig umbunað með inneign í appinu, t.d. fyrir jólin.

Gunn­ar Eg­ill Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri versl­un­ar­sviðs Sam­kaupa, sagði í sam­tali við mbl.is í desember að fé­lagið væri þegar komið um hálfa leið í átt að upp­haf­leg­um mark­miðum sín­um með appið, en gert hafði verið ráð fyr­ir að það myndi jafn­vel taka nokk­ur ár. „Þetta er veg­ferð sem var teiknuð upp til langs ­tíma. Við erum kom­in hálfa leið miðað við það sem við töld­um okk­ur geta farið með appið og það á aðeins 6 mánuðum.“

Í des­em­ber reyndist jóla­da­ga­tal Samkaupa-appsins mjög vinsælt og jók það notk­un gríðarlega. Þá var ein vara eða vörutegund á sér­kjör­um hvern ein­asta dag. „Jóla­da­ga­talið er best heppnaða markaðsaðgerðin í tengsl­um við appið og bara besta markaðsaðgerð hjá fyr­ir­tæk­inu frá upp­hafi ásamt heilsu­dög­um Nettó,“ sagði Gunnar og nefndi sem dæmi að fyrsta dag­inn var til­boð á ís­lensku kon­fekti og þann dag jafn­gilti salan 30% af allri kon­fekt­ssölu í des­em­ber 2020.

Árið 2021 var appið mikið notað til að veita starfsmönnum fríðindi og afsláttarkjör. Meðalávinningur hvers starfsmanns í fyrra 173.000 kr. Námu greiðslur Samkaupa til starfsfólks því alls um 220 milljónum króna vegna sérstakra fríðinda sem starfsfólk nýtur, s.s auka afsláttur við matarinnkaup, inneignir og tækifærisgjafir.

Nýja árið fór vel af stað og Samkaupa-appið er í mikilli sókn. Appið býður upp á marga möguleika og er í stöðugri þróun.

Netverslun Nettó

Í netverslun Nettó er bæði hægt að fá heimsent og sækja vörur í verslanir þar sem er búið að taka þær saman. Aukin sala hefur einnig verið á landsbyggðinni og var ákveðið að opna á netverslun og heimsendingu í öllum landshlutum til að mæta þörfum viðskiptavina. Allar heimsendingar Nettó á höfuðborgarsvæðinu eru keyrðar út á rafbílum og er því almennt umhverfisvænna að panta vörur heim auk þess sem það sparar viðskiptavinum tíma.

Fyrir jólin 2021 varð algjör sprenging í netverslun þegar tilkynnt var um hertar sóttvarnaraðgerðir. Margir voru í sóttkví og aðrir vildu forðast smit. Gunn­ar Eg­ill Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri versl­un­ar­sviðs Sam­kaupa, sagði netverslun hjá Nettó hafa verið um það bil tvöföld á við það sem við hafði verið búist. „Við vorum ekkert að undirbúa að það kæmi einhver holskefla, en svo bara núna eftir hádegi þegar þetta var komið í fréttirnar stórjukust hjá okkur pantanirnar og dagurinn í dag seldist upp.“

Stöðugt fleiri átta sig á kostum þess að panta matinn á netinu í rólegheitum og fá hann sendan heim. Það verður enn þægilegra að panta á netinu þegar ný og betri netverslun Nettó opnar á árið 2022.

Við erum kom­in hálfa leið miðað við það sem við töld­um okk­ur geta farið með appið og það á aðeins 6 mánuðum.
Gunnar Egill Sigurðsson framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa