Starfsfólk Samkaupa er ein helsta auðlind fyrirtækisins og lykilþáttur í að ná góðum árangri. Eitt af meginmarkmiðum Samkaupa er að vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem lögð er áhersla á jákvæða og heilbrigða menningu, jafnrétti og opin samskipti, sterka liðsheild þvert á vörumerki félagsins, tækifæri starfsfólks til aukinnar menntunar, fræðslu og starfsþróunar og góða upplýsingamiðlun. Fyrirtækjamenning Samkaupa stuðlar að því að allir starfsmenn fá tækifæri til að þroskast, bæði persónulega og í starfi.
Jafnrétti á vinnustaðnum og jafnrétti í samfélaginu hafa verið sérstök áhersluverkefni hjá Samkaupum síðustu ár. Framkvæmdastjórn Samkaupa hefur skuldbundið sig í allri stefnumótun að stuðla að auknu jafnrétti og samþykkt jafnréttisáætlun sem er í samræmi við lög nr. 10/2008, nr. 86/2018, nr. 80/2019 sem og önnur lög, reglur og kröfur er snerta jafnréttismál og gilda á hverjum tíma.
Samkaup hlutu Hvatningarverðlaun jafnréttismála árið 2021, bæði á sviði fjölmenningar og atvinnumála starfsmanna með skerta starfsgetu. Samkaup hlutu einnig Jafnvægisvogina 2021, viðurkenningu FKA til fyrirtækja sem stefna að 40/60 kynjahlutfalli í efsta stjórnendalagi og hafa gripið til aðgerða til að ná því fram.
Samkaup eru að leggja af stað í vegferð jafnréttismála með nýrri jafnréttisstefnu sem miðar að því að viðhalda góðu jafnvægi á milli kynjanna en einnig er lögð áhersla á jafnrétti þriggja hópa sem starfa innan Samkaupa. Þeir hópar eru: starfsfólk af erlendum uppruna, starfsfólk með skerta starfsgetu og kynsegin starfsfólk. Hvatningarverðlaunin gefa til kynna að Samkaup séu á réttri leið með nýrri jafnréttisstefnu og verður henni haldið á lofti og hún innleidd á næstu mánuðum og misserum.
Samkaup hafa sett sér skýra stefnu í jafnréttismálum sem er órjúfanlegur hluti af heildarstefnu félagsins:
Samkaup líða ekki kynbundna eða kynferðislega áreitni, einelti eða ofbeldi á nokkurn hátt. Hjá Samkaupum er lögð áhersla á að allt starfsfólk sé metið að verðleikum og njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum. Starfsfólki er ekki mismunað á grundvelli kyns, kynþáttar eða þjóðernis, kynhneigðar, aldurs, trúar, fötlunar, skoðana eða annarra þátta. Árlega rýna stjórnendur stefnuna ásamt jafnréttisáætlun, jafnréttismarkmiðum og vinna að stöðugum umbótum.
„Haustið 2021 lögðum við af stað í vegferð sem kallast Jafnrétti fyrir alla – Samkaup alla leið. Við upphaf þessa átaks voru gerðir samstarfssamningar við þrenn samtök sem starfa í þágu hópa fólks sem starfa hjá Samkaupum og verður lögð áhersla á þá í þessari fyrstu uppfærslu félagsins á jafnréttisstefnu sinni,“ sagði Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa.
Samstarfssamningarnir sem voru undirritaðir voru við Samtökin ’78, Þroskahjálp og Mirru, rannsókna- og fræðslusetur fyrir erlent starfsfólk. Það er okkur hjá Samkaupum mikilvægt að stefnan sé ekki einungis skjal, unnið af stjórnendum og sem starfsfólk tengir ekki við.
„Þess vegna hefur mikil vinna farið fram á meðal alls starfsfólks við mótun stefnunnar og er henni haldið á lofti með reglulegum hætti þegar starfsfólk kemur saman … og á samskiptamiðlum eins og Workplace,“ greindi Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samkaupa, frá.
Markmið stefnunnar eru m.a. að opna fyrir umræðu á vinnustöðvum Samkaupa um kynseginleika, ólíka menningarheima og fatlanir, að starfsfólk tali um þessi málefni af virðingu, að sátt og samlyndi ríki á vinnustöðvunum og að starfsfólk sem tilheyrir þessum hópum njóti jafnræðis og taki jafn virkan þátt og annað starfsfólk.
Fræðsluefni frá samstarfssamtökum Samkaupa í þessari vegferð hefur verið dreift til alls starfsfólks.
Á vinnustofum sem haldnar eru á hverri starfsstöð eru málefni þessara þriggja hópa og jafnréttisstefnan í heild rædd persónulega við alla. Þannig er starfsfólk hvatt til að leggja sitt af mörkum hvort sem það er í formi spurninga, athugasemda eða ábendinga.
Að auki hafa Samkaup sett sér það sem markmið að á hverri starfsstöð sé a.m.k. einn starfsmaður með skerta starfsgetu og þannig er ætlunin að opna vinnumarkaðinn betur fyrir þeim hópi.
„Ásamt því að vinna jafnréttisáætlun með það að markmiði að efla hag starfsfólks og starfsánægju, er einlæg von Samkaupa að þessi metnaðarfulla jafnréttisáætlun veki eftirtekt úti í samfélaginu og hvetji önnur fyrirtæki til að feta sömu leið í jafnréttismálum. Þannig vonast Samkaup til að verða jákvætt afl út í allt okkar samfélag og jafnvel breyta heiminum í vissum skilningi,“ sagði Gunnur.
Það er einlæg von Samkaupa að þessi metnaðarfulla jafnréttisáætlun veki eftirtekt og jafnvel breyti heiminum í vissum skilningi.
Þegar heildarfjöldi stjórnenda er skoðaður út frá kynjahlutföllum er jafnvægi á milli kynja mjög gott, 48% karlar og 52% konur. Stærsti hópur stjórnenda félagsins eru verslunarstjórar sem eru 64 talsins. Þegar litið er á kynjaskiptingu er jafnvægi gott: 47% karlar og 53% konur. Þá hefur verið lögð áhersla á að fjölga konum í efsta stjórnendalagi félagsins sérstaklega og í dag er helmingur framkvæmdastjóra kvenkyns.
Árið 2018 hlaut félagið jafnlaunavottun án athugasemda og fór félagið í gegnum fjórðu úttektina á jafnlaunakerfinu í nóvember 2021 án athugasemda. Félagið hefur fengið hrós fyrir skilvirkt og gott kerfi, sem er að skila markvissum árangri. Aðgerðir síðustu ára hafa skilað því að launamunur er vart mælanlegur, eða 0,4%.
Velferðarþjónustu Samkaupa er ætlað að stuðla að auknum lífsgæðum starfsmanna og að Samkaup bjóði upp á þjónustu til að takast á við óvænt áföll og erfiðleika, ásamt því að auka ánægju og öryggi allra starfsmanna. Velferðarþjónustan tryggir að starfsmenn og nánustu ættingjar þeirra geti leitað aðstoðar hjá breiðum hópi fagaðila vegna persónulegra mála sér að kostnaðarlausu og án milligöngu stjórnenda fyrirtækisins. Heilsuvernd hefur umsjón með velferðarþjónustunni fyrir Samkaup.
Starfsmönnum bjóðast að meðaltali 3 klukkustundir í þjónustu á ári sem þeir geta ráðstafað en hámarksaðstoð til einstaks starfsmanns getur numið allt að 6 klukkustundum á ári.
Eftirfarandi þjónustuþættir standa starfsmönnum Samkaupa til boða:
Samkaup hafa sett aukinn þunga í menntun og fræðslu og vilja með því leggja aukna áherslu á formlegar menntunarleiðir innan verslunar og þjónustu.
Samkaup leggja ríka áherslu á að styðja starfsfólk sitt áfram til starfsþróunar. Eitt af meginmarkmiðum fyrirtækisins er að starfsmenn Samkaupa fái tækifæri til að stunda nám samhliða vinnu sem opnar á möguleika til frekari starfsþróunar innan fyrirtækisins og utan þess.
Markmið Samkaupa þegar kemur að fræðslu og menntun starfsfólks eru:
Starfsfólk Samkaupa hefur staðið sig með einstökum hætti og verið í fremstu víglínu þegar kemur að takmörkunum og sóttvarnaraðgerðum vegna Covid-19. Framlínustarfsfólk hefur staðið vaktina og unnið þrekvirki tvö síðustu ár en faraldurinn hefur reynt á allar starfsstöðvar félagsins.
Í heimsfaraldrinum hefur reynt á samheldni í samfélaginu. Til eru ótal sögur af þrautargöngu í gegnum heimsfaraldurinn. Þegar Samkaup hafa staðið frammi fyrir því að þurfa að loka þjónustu í minni byggðarlögum hefur aðstoðin borist víða að. Allt starfsfólk Kjörbúðinnar á Hellu fór í einangrun og sóttkví um verslunarmannahelgina 2021 en þá mönnuðu starfsmenn skrifstofu Samkaupa og fjölskyldur þeirra verslunina svo ekki þyrfti að loka henni. Síðasta haust átti sambærilegt atvik sér stað á Skagaströnd en þá tóku íbúar bæjarins málin í sínar hendur og mönnuðu verslunina á meðan einangrun og sóttkví starfsmanna stóð yfir.